Áætlun Álfhólsskóla um öryggi og heilbrigði er að finna hér.
Tilgangur með gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði í Álfhólsskóla er að fyrirbyggja og draga úr áhættu á slysum, óhöppum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsfólk getur orðið fyrir störf sín.
Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði felur í sér sérstakt áhættumat sem unnið er af öryggisnefnd Álfhólsskóla, áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem í samræmi við niðurstöður áhættumatsins leiða til úrbóta og eftirfylgni að úrbótum loknum.
Með áætlun um öryggi og heilbrigði í Álfhólsskóla viljum við tryggja sem best vellíðan allra okkar starfsmanna. Áætlunin skal framfylgja í daglegri starfsemi skólans þannig að vinnuverndarstarfið sé órjúfanlegur þáttur starfseminnar.
Árangur af hinu kerfisbundna áhættumat verður metinn reglulega í samráði við öryggisnefnd skólans og úrbætur gerðar eftir því sem niðurstöður árangurmatsins gefa tilefni til.
Lög og reglugerðir
Viðmið sem stuðst er við í áhættumati starfa hjá Álfhólsskóla byggja á vinnuverndarlögum (49/1980) og reglugerðum sem eiga við þá starfsemi sem fer fram í skólanum.
- L-46/1980 Vinnuverndarlögin (lög um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum)
- R-920/2006 Reglugerð um skipulag og framkvæmdir vinnuverndarstarfs á vinnustöðum
- R-581/1995 Reglur um húsnæði vinnustaða
- R-921/2006 Reglur um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum
- R-498/1994 Reglur um skjávinnu
- R-499/1994 Reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar
- R-1000/2004 Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum
- R-553/2004 Reglur um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum
- R-931/2000 Reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti
- Byggingareglugerð
Lög og reglur er að finna á www.vinnueftirlit.is