Ef upp kemur vá er öryggisteymi skólans tafarlaust kallað saman skólastjóra til ráðgjafar og aðstoðar.
Veikindafaraldur
Á vef embættis landlæknis er að finna áætlun sem unnið er eftir ef upp kemur veikindafaraldur.
https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/vidbunadur-gegn-va/
Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta
Verði jarðskjálfti á skólatíma er unnið samkvæmt áætlun sem sótt er á vef almannavarna ríkisins. Kennurum er ætlað að fara yfir viðbrögð við jarðskjálfta með nemendum sínum á hverju hausti.
http://www.almannavarnir.is/upload/files/Vidbrogd_vid_jardskjalfta_1%20%282%29_taka_tvo.pdf
Viðbragðsáætlun vegna eldgoss
Eldgos geta hafist fyrirvaralaust, en gera þó oftast boð á undan sér, t.d. með jarðskjálftum og óróa sem greinast á mælum. Af eldgosum getur stafað hætta af hraunrennsli og öskufalli. Öskufall úr einu gosi getur borist um allt land eftir veðri. Álfhólsskóli vinnur eftir áætlun sem finna má á vef almannavarna http://almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=171