Í Álfhólsskóla er í gildi áætlun um rýmingu beggja skólahúsanna ef upp kemur eldsvoði eða annað sem krefst þess að önnur byggingin eða báðar séu rýmdar í flýti. Á hverju hausti fara umsjónarkennarar yfir þessa áætlun með nemendum og æfa viðbrögð bekkjarins. Á hverju hausti fer einnig fram allsherjaræfing sem nær til allra starfsmanna og nemenda skólans þar sem viðbrögð eru æfð.
Rýmingaráætlun fyrir Hjalla
Stöðugur hljómur brunaviðvörunarbjöllu er merki um að yfirgefa skuli húsið.
Allir starfsmenn aðstoða við að rýma skólann.
- Rýming fer fram samkvæmt flóttaleiðum.
- Allir safnast saman á suðurlóð skólans og raða sér upp eftir árgöngum.
- Þegar talning hefur farið fram má leita skjóls í Hjallakirkju.
Alsherjaræfingar fara fram tvisvar á skólaárinu, ein að hausti og önnur á vorin.
Ef brunaviðvörunarkerfi gefur VIÐVÖRUN skal unnið eftir eftirfarandi rýmingaráætlun:
- Skólastjóri eða umsjónarmaður fer að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og aðgætir hvaðan brunaboðið kemur.
- Kennarar undirbúa rýmingu kennslustofunnar og fara eftir ákveðnum viðbrögðum sem eru uppsett í hverri kennslustofu. Muna eftir nafnalista og skóhlífum.
- Skólastjóri eða umsjónarmaður hefur samband við slökkvilið í síma 112. Tilkynna skal um eld eða gefa skýringar á brunaboðinu. Ritari tekur með sér skráningarbók fjarvista. Starfsfólk rýmir skólann og fer á söfnunarsvæði (suðurlóð skólans).
- Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt afmarkaða svæði. Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir nemendur hafa komist út, ef ekki skal hann rétta upp hönd og tilkynna umsjónarmanni söfnunarsvæðisins, deildarstjóra.
- Deildarstjóri hvers stigs fær upplýsingar um hve margir nemendur hafa ekki skilað sér með hópnum út og ef mögulegt er hvar þeir sáust síðast. Deildarstjóri kemur upplýsingum til skólastjóra. Deildarstjóri hefur meðferðis möppu með nafnalistum síns stigs ef umsjónakennari hefur ekki sinn bekkjalista.
- Ef slökkvilið kemur á staðinn þá er það skólastjóri eða staðgengill hans sem gefur varðstjóra upplýsingar um hve margir nemendur hafa orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra.
- Farið er með nemendur og starfsfólk af svæðinu í Hjallakirkju.
Rýming á kennslustofum:
- Starfsmaður velur flóttaleið.
- Allir safnast saman á suðurlóð skólans og raða sér eftir árgöngum – bekkjaraðir í númeraröð.
- Nemendur í 5. og 6. bekk safnast saman við suðurenda álmu 3.
- Nemendur í 9. og 10. bekk safnast saman við suðurenda álmu 6.
- Nemendur í 7. og 8. bekk safnast saman við suðurenda álmu 2.
- Nemendur í námsveri unglingastigs í stofum 31 og 32 safnast saman við
- Nemendur í einhverfudeild unglingastigs í stofum 8 og 11 safnast saman við álmu 2.
- Nemendur í námsveri og einhverfudeild miðstigs í safnast saman við
suðurenda álmu 4.
- Ritari hefur með sér bekkjalista og merkja við.
- Ef eldur kemur upp í frímínútum þá fara þeir sem eru á sal stystu leið út.
Starfsfólk í eldhúsi hefur umsjón með rýmingu í sal. - Ritari telur annað starfsfólk og tekur mætingarbók og starfsmannalista.
- Rýming Hjalla taki um 3 mínútur.
Skóhlífar eru í neðstu skúffu í kennaraborði.
Kennari fer síðastur út og lokar dyrum.
Fyrir skólaliða:
- Starfsmaður velur flóttaleið.
- Allir safnast saman á suðurlóð skólans og raða sér eftir árgöngum – bekkjarraðir. Nemendur í námsveri,
alþjóðaveri og einhverfudeild raðast með sínum hóp. - Kennarar hafa með sér bekkjarlista og merkja við.
- Skólaliðar kanni hvort nemendur leynist á salernum skólans samkvæmt ákveðnu skipulagi.
- Ef eldur kemur upp í frímínútum þá fara þeir sem eru á sal stystu leið út.
- Einn skólaliði fylgir hverjum árgangi samkvæmt ákveðnu skipulagi.
- Skólastjóri tekur við skilaboðum frá deildarstjóra um hvort einhvern vantar.
- Ritari telur annað starfsfólk og tekur mætingabók (starfsmannalista).
- Rýming taki um 3 mínútur.
Mikilvægt er að allt starfsfólk:
- Kynni sér þessa áætlun
- Allir læri sitt hlutverk.
- Aðstoði við framkvæmd áætlunar.
Rýmingaráætlun fyrir Digranes
Rýming í dægradvöl.
Rýming: Þegar viðvörunarbjöllur hringja skal strax hefja rýmingu. Stofa 18 fer út um hurð á austurenda Digranes.
Skipulag:
Dægradvöl stendur yfir frá kl. 13:00 til 17:00 hvern virkan dag vikunnar. Nemendur í klúbbastarfi dægradvalar skulu fylgja hefðbundnum flóttaleiðum skv. rýmingaráætlun skólans. Leiðbeinandi skal koma nemendum út og loka hurð á eftir sér. Safnast skal saman við söfnunarsvæði og hefja nafnakall þar. Forstöðumaður eða stað-gengill hans skal koma nafnalistum á söfnunarsvæði. Upprétt hönd þýðir: Allt í lagi J
Söfnunarsvæði er við suðurhlið Digranes.
Skólaliðar, kennarar og aðrir starfsmenn skólans skulu taka þátt í rýmingu skólans.
Rýming á kennslutíma.
- Kennarar fara yfir útgönguleiðir með öllum nemendum sem þeir kenna.
- Mikilvægt er að nemendur fylgi þeim kennara sem þeir eru hjá hverju sinni á þann stað á leikvelli þar sem þeirra bekkur á að vera.
Kennari læsir stofu þegar hann hefur gengið úr skugga um að allir nemendur hafi yfirgefið stofuna. Á skólavellinum raðar kennarinn nemendum upp í stafrófsröð og tekur nafnakall. Skólastjórnendur afhenda nafnalista á staðnum. - Gangaverðir athuga salerni hver á sínu svæði og aðstoða við rýmingu.
- Hópur sem er næstur útgöngudyrum fer fyrstur út.
- Hópar af vesturgangi (smíðar, tónmennt, textilmennt, heimilisfræði, myndmennt, tölvustofa og alþjóðanámsver) fara út hjá smíðastofu.
- Hópar af efri hæð, stofur 31 – 36, fara niður stigagang og út um suðurinngang ef ekki er sjánanleg hætta á þeirri leið. Annars skal farið niður brunastigann, kennari fer fyrstur til að opna hliðið og annar kennari fer síðastur.
- Hópar í sal fara stystu leið út. Starfsfólk í eldhúsi hefur umsjón með rýmingu í sal.
- Hópar í stofum 15 – 18 fara út í gegnum Dægradvöl.
- Hópar í stofum 19 – 21 fara út hjá stofu 19.
- Hópar í námsveri og sérdeild einhverfra fara út hjá námsveri í austurálmu.
- Hjúkrunarfræðingur, starfsfólk í anddyri og á kaffistofu fer stystu leið út.
- Starfsmenn í stjórnunarrými taka með sér nafnalista á skrifstofu og fara út í gegnum Dægradvöl.
Nemendur og starfsmenn safnast saman á vesturvelli þar sem nafnakall fer fram.
Allir bíða þar til tilkynnt hefur verið að hætta sé liðin hjá.
Ef ástæða er til eftir að talning hefur farið fram fylgja kennarar nemendum í íþróttahúsið í Digranesi og bíða þar.
Mynd. Söfnunarsvæði nemenda samkvæmt rýmingaráætlun í Digranesi, einnig fyrir Frístund
Rýmingaráætlun Frístundar Álfhólsskóla
Rýming: Þegar viðvörunarbjöllur hringja skal strax hefja rýmingu.
Skipulag:
Frístund stendur yfir frá kl. 13:20 til 17:00 hvern virkan dag vikunnar.
Í skólahúsnæðinu í Digranesi hefur Frístund sína aðalaðstöðu (heimasvæði) í suðurenda eystri álmu skólans. Auk þess nýta nemendur Frístundar matsal skólans á kaffitíma.
Frístund hefur einnig aðstöðu í rými sem er í norðaustur horni Íþróttahússins í Digranesi.
Við rýmingu:
1. Hópar í matsal fara stystu leið út.
2. Nemendur í sem eru staðsettir í rými Frístundar í
Digranesi fari út um aðalinngang Frístundar.
3. Nemendur í aðstöðu Frístundar í Íþróttahúsinu Digranesi fara út um aðalinngang þess rýmis.
4. Þegar nemendur Frístundar hafa aðgang að einhverri kennslustofu í Digranesi undir klúbbastarf þá
gildir rýmingaráætlun skólans fyrir það svæði. Forstöðumaður skal kynna flóttaleiðir fyrir það svæði
sérstaklega fyrir nemendum og frístundaleiðbeinanda í hvert sinn sem slíkt svæði er notað.
Hver leiðbeinandi skal koma nemendum á sínu svæði út og loka hurð á eftir sér.
Safnast skal saman við söfnunarsvæði og hefja nafnakall þar. Forstöðumaður eða staðgengill hans skal koma nafnalistum á söfnunarsvæði. Upprétt hönd þýðir: Allt í lagi ☺
Söfnunarsvæði er við suðurhlið Digranes, sama söfnunarsvæði og gildir á skólatíma.
Allir bíða þar til tilkynnt hefur verið að hætta sé liðin hjá.
Ef ástæða er til eftir að talning hefur farið fram fylgja kennarar nemendum í íþróttahúsið í Digranesi og bíða þar.