Öskudagur var haldinn hátíðlegur á öllum stigum í skólanum. Boðið var uppá veglega dagskrá og allir mættu í flottum búningum. Unglingastigið var með fáránleika þar sem nemendur fóru í keppni í pílukasti, þræða saumnálar, lakkrísreimaát, limbo, húlla, teygjubyssó o.fl. Miðstigið var með dagskrá í íþróttahúsinu og þeim boðið í kennarapúsl, skæri -blað, -steinn, ásadans o.fl. Yngstastigið byrjaði á marseringu, stopdans, fugladansinn og enduðu á því að slá köttinn úr tunnunni. Allir voru virkir og höfðu gaman að. Eftir hádegi fóru síðan allir heim en voru vissulega leysir út með nammipoka frá foreldrafélaginu. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag.