Það var heldur betur líf og fjör hjá okkur í 1.bekk í dag, föstudag þegar við héldum upp á það að við værum búin að vera 100 daga í skólanum. Við föndruðum 100 líkamshluta, hendur og fætur. Einnig gerðum við 100 hreyfiæfingar og settum 100 lítil góðgæti í poka. Við lok skóladags fengum við að leika og horfa á krakka Rúv.
Myndir má finna á facebook síðu Álfhólsskóla – HÉR
