Álfhólsskólamótið í skák fór fram fimmtudaginn 29. janúar í Álfhólsskóla, bæði í Hjalla- og Digranesi. Mótið var afar vel sótt en yfir 100 nemendur tóku þátt.
Keppninni var skipt í þrjá aldursflokka:
1.og 2.bekk
3.og 4.bekk
5.-10.bekk
Það voru þeir Benedikt Briem og Vignir Vatnar frá skákdeild Breiðabliks sem stóðu að mótinu. Þeir heimsækja skóla í Kópavogi og halda skólaskákmót með það að markmiði að efla skákiðkun og hvetja börn og unglinga til að skrá sig í Skákdeild Breiðabliks.
Í flokki 1. og 2.bekkjar tóku alls 35 keppendur þátt. Þar endaði mótið þannig að Samuel, Arnar og Úlfar enduðu í fyrstu þremur sætunum.
Í flokki 3. og 4.bekkjar kepptu 59 nemendur. Þar endaði mótið þannig að William, Kateryna og Ylur deildu fyrsta sæti, öll m eð fjóra vinninga af fjórum mögulegum.
Í elsta flokknum, 5.–10.bekk, tóku alls 25 þátttakendur þátt. Þar var hörð barátta um efsta sætið og tefldu Kristján Sölvi og Unnar Búi til úrslita. Unnar Búi hafði þar betur, sigraði Kristján og tryggði sér sigur í flokknum. Matthías hafnaði í þriðja sæti.
Mótið tókst í alla staði vel og sýndi enn á ný mikinn áhuga nemenda á skák innan Álfhólsskóla.
