Vináttudagurinn 2025

Vináttudagurinn í Álfhólsskóla var haldinn hátíðlegur föstudaginn 7.nóvember en dagurinn er einnig baráttudagur gegn einelti.

Dagskráin hófst með því að vinabekkir hittust, spjölluðu og bjuggu til vinabönd í heimastofum, ýmist í Digranesi eða Hjalla.

Að því loknu sóttu vinabekkirnir leikskólabörn af leikskólum í nágrenninu og saman gengu þau fyrir vináttuna og gegn einelti í íþróttahúsið í Digranesi. Þar tók við hátíðardagskrá. Bæði leik- og grunnskólanemendur sungu nokkur lög saman. Öllum nemendafulltrúum í réttindaráði ÖSE (Öll sem eitt) var boðið út á gólf og þeim þakkað fyrir sín störf með lófaklappi.

Í lok dagsins unnu nemendur að ýmsum vináttutengdum verkefnum. Markmið dagsins hélt og samstaðan gegn einelti í Álfhólsskóla hélt eins og endranær.

Posted in Fréttir.