Ekki gert ráð fyrir röskun á skólastarfi á morgun 29.október

ENGLISH BELOW:
TILKYNNING FRÁ AÐGERÐASTJÓRN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Ennþá snjóar sumstaðar á höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar er farið að rofa vel til. Þó er umferð víða enn þung, og miklar tafir t.d. í austurhluta höfuðborgarsvæðisins. Veðurspáin hefur batnað, gul viðvörun er áfram í gildi en ekki kemur til appelsínugulrar viðvörunar eins og áður hafði verið auglýst. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins biður samt fólk mjög eindregið um að halda sig heima og að fylgjast áfram með veðurspám og upplýsingum um færð á vegum. Það mun taka dágóðan tíma að ryðja götur á höfuðborgarsvæðinu og fjarlægja ökutæki, sem hafa verið skilin eftir vegna ófærðar. Því er mjög mikilvægt að fólk hindri ekki hreinsun gatna en þar er ærið verkefni fyrir höndum, ekki síst vegna mikillar klakamyndunar víða.
Spá gerir ráð fyrir að viðvaranir falli úr gildi um miðnættið.
Búast má við þungri umferð á morgun en ekki er gert ráð fyrir röskun á skólastarfi á morgun, miðvikudaginn 29.október..
Weather and Traffic Update for the Capital Area
Snow is still falling in some parts of the capital area, while conditions are improving elsewhere. Traffic remains heavy in many places, especially in the eastern part of the city. The weather forecast has improved — a yellow warning remains in effect, but the previously announced orange warning will not be issued.
The Capital Area Emergency Management urges residents to stay home if possible and to continue monitoring weather updates and road conditions.
It will take some time to clear the streets and remove vehicles that were abandoned due to difficult conditions. It is very important not to obstruct snow-clearing efforts, as there is considerable ice formation in many areas.
Weather warnings are expected to expire around midnight.
Heavy traffic is expected tomorrow, but no disruption to school activities tomorrow on October 29th.
Posted in Fréttir.