Foreldrafélag Álfhólsskóla býður foreldrum fræðsluerindi frá KVAN við upphaf skólaárs.
Ingveldur Gröndal þjálfari og ráðgjafi hjá KVAN, fer á lifandi og hvetjandi hátt yfir mikilvægi þess að vera jákvæður leiðtogi – bæði fyrir sjálfan sig og aðra.
· Hvað þýðir að vera leiðtogi?
· Hvernig getum við valið að leiða aðra áfram með jákvæðni og hvers vegna skiptir það máli hverjum við kjósum að fylgja?
· Félagsskapur með neikvæðum leiðtoga, bjargráð og leiðir til lausna
Í erindinu tengjum við gleði og gaman við daglegt líf barna, samskipti og sjálfsmynd. Allir nemendur fá fræðslu um sama efni í skólanum fyrr um daginn.
Þessi fræðsla skilur eftir sig innblástur og verkfæri fyrir betra og jákvæðara skólalíf.
Dagsetning: Fimmtudagur 9. október kl. 17-18
Staður: Álfhólsskóli, salnum Hjalla-megin