Ólympíuhlaupið fór fram í Álfhólsskóla í dag. Nemendur yngsta hlupu fyrst og síðan mið- og unglingastigið. Gott veður var í hlaupinu og var þátttaka mikil hjá nemendum og starfsfólki skólans. Ólympíuhlaup ÍSÍ var áður þekkt sem Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram.
Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.

Ólympíuhlaup Álfhólsskóla
Posted in Fréttir.