Kaffihúsafundur með bæjarstjóra

Maria, nemandi í 9.bekk og Ingvar Breki, nemandi í 8.bekk, fóru ásamt fulltrúum annarra skóla á kaffihúsafund með bæjarstjóra og öðrum kjörnum fulltrúum bæjarfulltrúum föstudaginn 12.september.
Til umræðu voru þær 10 tillögur sem bæjarstjórn fékk á borð til sín eftir Barnaþing Kópavogsbæjar sem haldið var 19.mars sl. Eftir umræðurnar kusu nemendur um mikilvægi tillaganna og forgangsröðuðu þeim sem þau töldu að væri mikilvægast að huga að fyrst. Hér má líta tillögurnar í þeirri forgangsröð:
1. ‎Frítt í strætó fyrir öll börn.
2. / 3. Fartölvur á unglingastigi og hátíð í Kópavogi, e.o. Skrekkur í Rvk.
4. Hærri frístundastyrkur
5. Fleiri opnanir í félagsmiðstöðvum og meiri áhersla á miðstigsstarf.
6. Morgunmatur í öllum skólum.
7. / 8. Íþróttafélög taki meðvitað á móti fjölbreyttum hópi nemenda og fleiri/lengri íþróttatímar.
9. Ísbúð á Kársnesi.
10. Göt í upphafi/lok skóladags.
Þau Maria og Ingvar Breki voru frábærir fulltrúar Álfhólsskóla í þessum umræðum og voru skólanum okkar til mikils sóma.
Posted in Fréttir.