vikingarforsida

Víkingar í Evrópu

vikingarforsidaMiðvikudaginn 16. maí  var síðasta leik- og tónlistarsýningin hjá 5. bekk í landnámsþema vetrarins. Í leiklistarhópnum voru nemendur sem áttu rætur sínar til að minnsta kosti átta þjóða. Var verkið um víkinga sem ræna og tæla fólk í mörgum löndum á leið sinni til þess að nema land á Íslandi og komu mörg tungumál við sögu.  Tónlistarhópurinn söng lagabrot frá öllu þessum löndum auk þess að flytja frumsamið forspil og leikhljóð.

 

Skip, sverð og skyldir voru búnir til í smíðahóp, skip, þjóðfánar og tákn fyrir löndin var unnið í myndlistarhóp, búningar voru gerðir í textílmennt og eftir sýningu fengu foreldrar lummur í heimilisfræðinni. Allt gekk vel og allir eru farnir að hlakka til landnámshátíðarinnar 1. júní. Hér má sjá myndir úr sýningunni.

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=109615

Posted in Eldri fréttir.