Jöklaverkefni nemenda í 7.bekk hlaut viðurkenningu

Nokkrir drengir í 7. bekk tókum þátt í samkeppni ungs fólks í tengslum við alþjóðaár jökla og skiluðum inn vídeóverki sem þeir og list- og verkgreinakennarinn Þórhildur gerðu saman. Strákarnir stóðu sig svo vel og var gaman að sjá hvað það var mikill metnaður lagður í myndbandið.  Skemmtilegt að segja frá því að þeir unnu til viðurkenningar fyrir myndbandið sitt. Verðlaunaafhending var föstudaginn 21. mars  í Veröld Vigdísar.  Þar voru þeir viðstaddir til að taka á móti viðurkenningu og verðlaunum. Meðal þeirra verðlauna sem þeir unnu var Jöklaferð á Langjökull.

Myndbandið verður svo einnig partur af sýningu sem verður á Náttúruminjasafni Íslands og hluti af Barnamenningarhátíð 2025.

Við í Álfhólsskóla erum ótrúlega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með þetta.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbandið þeirra.
https://youtu.be/yR9nPMxAwoE

Posted in Fréttir.