Skólasetningin í ár verður með breyttu sniði. Umsjónarkennarar bjóða upp á 10-15 mínútna löng viðtöl við foreldra og nemendur á skólasetningardegi í stað athafnar á sal/íþróttahúsi. Í viðtalinu verður farið yfir stundatöflu, áherslur og önnur praktísk atriði fyrir skólabyrjun. Opnað hefur verið fyrir skráningu í foreldraviðtöl inni á mentor.is og við hvetjum foreldra til þess að skrá sig. Það er ekki skylda að skrá sig í viðtöl, en vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Minnum á að það skiptir gríðarlega miklu máli að leggja grunn að góðri samvinnu heimilis og skóla strax í skólabyrjun.
Megin tilgangur viðtalanna er:
- Að skapa jákvæðari tengsl milli kennara og nemanda.
- Að fjölga tækifærum kennara til að sýna nemenda enn frekar að hann hafi áhuga á þeim og beri umhyggju fyrir námi þeirra og líðan.
- Að auka kynni milli nemanda og kennara.
- Efla samvinnu heimilis og skóla.
- Nýir kennarar hitti nýja nemendur og foreldra.
- Tækifæri fyrir foreldra, nemanda og kennara til að ræða einslega það sem þurfa þykir fyrir skólabyrjun.
- Ræða hvernig foreldrar geta stutt nemanda við námið heima og í skólanum.