Fimmtudaginn 29. mars var leiksýningin „Ættarmótið“ sýnd fyrir fullu húsi í Álfhólsskóla. Sýningin tókst með afbrigðum vel og hægt er að segja að við eigum marga mjög frambærilega leikara sem stóðu svo sannarlega fyrir sínu í sýningunni. Sýningin var samvinna allra 6. bekkinga í list- og verkgreinum í skólanum ásamt því að greinin skapandi skrif kom inní verkið með handritavinnu. Þetta leikverk var samsett hugarfóstur 6. bekkinga. Hér eru myndir af sýningunni.
Hér er lýsing á ferli vinnunnar: Undirbúningur hófst í bekkjunum í skapandi skrifum undir stjórn Guðnýjar. Nemendur unnu í hópum að stuttum leikþáttum. Lokahandritið skrifaði Hrund síðan úr handritum nemenda. Leiklist og tónlist mynduöu einn hóp undir stjórn Hrundar og Guðrúnar. Sá hópur setti verkið á svið. Myndmenntar- og smíðahópar bjuggu til leikmynd og leikmuni undir stjórn þeirra Guðnýjar og Árna auk þess sem myndmenntin sá um hönnun og gerð auglýsinga og leikskrá. Búningar leikaranna voru hannaðir og saumaðir í textilmennt undir stjórn Ólafíu. Heimilisfræðihópur bauð til léttra veitinga undir stjórn Sigrúnar á kaffihúsinu í lok sýningarinnar.
Með kærri kveðju
List- og verkgreinakennarar