Föstudaginn 28. október fór stór hópur söngvara og hljóðfæraleikara til tónleikahalds á Tónmenntatónleikum í Hörpu – Norðurljósasal. Það voru tónmenntahópur 2 í 4. bekk, blásarasveit úr 4. bekk og svo söngvarar í Krakkakór, 3. og 4. bekk sem fluttu lagið „Gilli Gill“ eftir baggalútinn Braga V. Skúlason í spili, dansi og söng. Það var gríðar mikið stuð á tónleikunum, og vel á fjórða hundrað barna sem flutti tónlist úr öllum áttum við frábærar undirtektir gesta. Uppselt var á tónleikana og færri sem komust að en vildu. Hér eru nokkrar myndir af tónleikunum.