Lesum meira
Í dag á „Degi læsis“ hefst spurningakeppnin, Lesum meira, á miðstigi Álfhólsskóla. Mun hún standa frá september til nóvemberloka. Keppnin er ætluð öllum nemendum á miðstigi. Keppt er fyrst innan bekkja og síðan verður aðalkeppnin á milli bekkjaliðanna. Fyrirkomulag keppninnar er fengið frá skólasafni Grindavíkur en þar hafa nemendur miðstigs keppt innbyrðis í nokkur ár. Við vonum að keppnin mælist vel fyrir og allir reyni að lesa sem mest. Foreldrum er bent á að að vera sínum börnum innan handar ekki bara við lesturinn heldur einnig við að velja bækur. Gott er að leita bóka í skólanum, á almenningssöfnum eða í bókahillum heima.
Góða skemmtun
Skólasöfn Álfhólsskóla