Fréttir frá félagsmiðstöðinni Pegasus: Til foreldra og forráðamanna 8. – 10. bekkja í Álfhólsskóla
Um síðastliðna helgi var Samféshátíðin haldin með pompi og prakt og gekk hún vel fyrir sig. Þangað fórum við með 90 unglinga og komust því miður færri að en vildu. Við munum leita ráða til að geta farið með fleiri að ári.
Við munum halda því fyrirkomulagi á miðadreifingu eins og við höfum verið með í vetur, þ.e. að það sé mætingin í félagsmiðstöðina sem ræður því hverjir fá miða. Við munum þó gera smávægilegar breytingar á fyrirkomulaginu til að koma til móts við þá unglinga sem eru á æfingum á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. Mars mánuður er tileinkaður árshátíðinni sem haldin verður fimmtudaginn 31. mars. Á opnum húsum verða búnar til skreytingar og væri gaman ef foreldra vildu koma og mála, perla og fleira með okkur til að gera þessa fyrstu árshátíð Álfhólsskóla og Pegasus að ógleymanlegri skemmtun.
Skreytingaþemað er Disney-teiknimyndir svo ef þið lumið á einhverjum sniðugum hugmyndum um skreytingar eða öðru tengdu þá megið þið endilega hafa samband við okkur í Pegasus. Eins og alltaf er aðstoð og framlag foreldra til árshátíðarinnar ómetanlegt. Það væri ansi erfitt að halda árshátíð án ykkar.
Árshátíðin er eins og fyrir segir 31. mars. Verð á hana er 3.000,- krónur og innifalið í því er matur, skemmtiatriði, skreytingar og dagskrá, um kvöldið og um morguninn. Það þarf að skrá sig og borga fyrir miðvikudaginn 16. mars.
Kennsla verður með óhefðbundnum hætti á árshátíðardaginn og leitum við því til ykkar, foreldra, hvort einhver ykkar geta komið og verið með einhverja kennslu þannan dag. Það gæti til dæmis verið í förðun, hárgreiðslu, dansi, leikjum eða einhverju öðru sem ykkur dettur í hug. Gott væri þá að heyra frá ykkur sem fyrst varðandi þetta.
Einnig hafa foreldrar séð um eldamennsku, frágang og lagt lokahöndina á skreytingar með okkur. Við verðum með vaktir sem hægt er að skrá sig á, svo endilega hafið samband:
Vaktaplanið er eftirfarandi:
15:00 til 18:30
18:00 til 21:30
21:00 þar til að allt er búið
Það væri gott að fá að vita sem fyrst hvort þið getið verið með okkur þennan skemmtilega dag og/eða þetta skemmtilega kvöld.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur!
Kær kveðja, starfsfólk Pegasus