Í gær fór fram tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna í Álfhólsskóla. Bókin Bókasafn ömmu Huldar eftir Þórarin Leifsson var valin framlag Íslands þetta árið. Allir nemendur í fimmta bekk komu að dagskránni, sungu, kváðu eina stemmu og nokkrir lásu kafla úr bókinni. Sjónvarpið mætti á staðinn og á næstu dögum munu koma fréttir í blöðum og tímaritum. Hátíðleg stund í góðum hópi. Hér er fréttatilkynningin um hátíðina. Um er að ræða heiðursverðlaun sem samtök norrænu skólasafnanna og forstöðumanna þeirra standa að. Fjórir íslenskir höfundar hafa hlotið verðlaunin en það eru Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Brynhildur Þórarinsdóttir. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í sumar.