Laufás

Grenndarskógur Álfhólsskóla

LaufásGrenndarskógur Álfhólsskóla heitir Laufás.  Hann er staðsettur í Kópavogsdalnum og er í göngufæri við skólann.  Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs veitti upphaflega Hjallaskóla afnot af þessum reit. Laufás reiturinn er hugsuð sem útikennslustofa en ekki má nýta tré sem vaxa í lundinum sjálfum. Staðsetning Laufás er frábær en hann liggur að fjölbreyttu útivistarsvæði sem er mjög ákjósanlegt til hreyfingar og útiveru.  Eftir miðjum dalnum rennur lækur sem fellur til sjávar og eykur sá möguleiki Laufás ennfrekar sem útikennslustofu.  Við í Álfhólsskóla erum mjög ánægð með Laufás og höfum nýtt reitinn okkar nokkuð mikið til kennslu og útivistar.  
 

Sér glitta í Álfhólsskóla efst á hæðinni.  Við erum u.þ.b. 8. mínútur að ganga til skógar úr skólanum.  Ólíkt er umhverfi grenndarskógarins í dag. Húsið er farið af reitnum og mjög mikið hefur verið byggt í suðurhlíðum Kópavogs. 

Posted in Grenndarskógur.