Markmið : Að nemendur læri alla helstu þætti upplýsingalæsis, sem er kjarni upplýsingamenntar, að skoða, meta og miðla upplýsingum á fjölbreytilegan hátt. Einnig er miðað við að nemendur temji sér gagnrýna hugsun og öðlist það siðferði sem krafist er í heimildavinnu.
Leiðir: Nemendur í 1- 4 bekk vinna einstaklingslega grunnatriði í upplýsingalæsi. Unnið er í 5. – 7. bekk með samþætt verkefni í samvinnu við umsjónarkennara árganganna. Viðfangsefnin eru í samræmi við þrepamarkmið námskrár í upplýsinga- og tæknimennt. Stuðst er við skrefin 6 (big6) sem eru skýr viðmið um undirstöðufærni í upplýsingalæsi.
Nemendur 8. bekkja fara í samvinnu tölvukennara og forstöðumanns skólasafns í gegnum alla þá helstu þætti sem gerð er krafa um að nemendur tileinki sér í upplýsingamennt. Þá er stuðst við lokamarkmið í námskrá um upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmat: Er í höndum þeirra kennara og fagaðila sem koma að kennslu í upplýsingamennt, umsjónarkennara/faggreinakennara, tölvukennara og forstöðumanns skólasafns.
Sjá nánar: