Skákæfingar fyrir 1.-4. bekk verða á mánudögum í vetur fyrir alla áhugasama. 4. bekkur fær þó val um að vera annaðhvort á mánudögum (með yngri krökkum) eða með þeim eldri á þriðjudögum (Hjalla). Fyrsta æfing vetrarins verður mánudaginn 13. september í stofu 33 Digranesmegin. Tímasetningar verða þannig:
1. bekkur kl. 13:35-14:10
2.-4. bekkur kl. 14:15-15:00
Foreldrar eru beðnir að skrá börn sín á meðfylgjandi skráningarblað (sem dreift hefur verið í bekki), sem nemendur skila til umsjónarkennara. Verði fjöldinn mikill er ekki víst að allir komist að, en þó er hugsanlegt að fleiri tímasetningum verði bætt við.
Með skákkveðju,
Smári Rafn Teitsson