Hönnunarhópur eyddi tveimur dögum saman. Byrjað var á því að spá í því hvað hönnun er, hvers konar tegundir af hönnun hægt er að læra og stunda og hvernig hönnuðir bera sig að. Við heimsóttum Epal sem er stærsta hönnunarverslun á Íslandi og selur aðallega hönnun frá Norðurlöndum. Eyjólfur Pálsson, eigandi verslunarinnar tók sjálfur á móti okkur og leiddi okkur í gegnum verslunina og kynnti okkur fyrir þekktustu hönnuðunum. Á Hönnunarsafni Íslands tók Þóra á móti okkur, þar skoðuðum við sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Þar fléttast saman hönnun og saga og var heimsóknin mjög fróðleg. Guðný Hafsteinssdóttir kom í heimsókn til okkar og sýndi okkur hönnun sína en hún er leirlistakona og hönnuður. Einnig kynnti hún nemendur fyrir innanhúshönnun og upplifunarhönnun.
Nemendur bjuggu að þessu loknu til sínar eigin skissur af fötum, húsgögnum, firmamerkjum og hverju því sem þeim datt í hug. Á þessum tveimur dögum tókst ekki að kafa dúpt í einstaka hönnunargerðir heldur fengu nemendur aðeins innsýn í mismunandi tegundir hönnunar. Allt hefst þetta með góðri hugmynd. Hér eru nokkrar myndir úr hópnum.
Við hefðum gjarnan viljað eyða lengri tíma með þessum frábæru og áhugasömu krökkum, þau voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma hvar sem við komum.
Takk fyrir samveruna, Anna Pála og Sigrún Hildur.