Álfhólsskóli fékk silfrið – Nansý og Róbert með borðaverðlaun – Norðmenn unnu

Norðurlandamóti barnaskólasveita lauk á Selfossi í dag. Skáksveit Álfhólsskóla endaði í öðru sæti eftir 2-2 jafntefli gegn Norðmönnunum í magnaðri lokaviðureign. Rimaskóli vann finnsku sveitina 4-0 og endaði í fjórða sæti. Nansý Davíðsdóttir stóð sig best fyrsta borðs manna og Róbert Luu fékk einnig borðaverðlaun fyrir árangur sinn á þriðja borði.

Viðureign Álfhólsskóla og Norðmanna var afar spennandi. Það var ljóst að sigur þyrfti að vinnast 3-1 til að Norðurlandameistaratitilinn kæmi í hús. Guðmundur Agnar vann magnaðan sigur á öðru borði eftir að hafa „fórnað“ manni og Róbert sýndi mikinn stöðu- og skákskilning með sigri sínum á þriðja borði. Þegar á reyndi hefði einn vinningur þurft að nást til viðbótar gegn Norðmönnum og litlu mátti muna. Engu að síður frábær árangur hjá Álfhólsskóla sem náði medalínu þriðja árið í röð á þessu móti!

Lokastaðan

  1. Noregur 15,5 v.
  2. Álfhólsskóli 13,5 v.
  3. Danmörk 12,5
  4. Rimaskóli 10 v.
  5. Svíþjóð 8,5
  6. Finnland 0 v.

P1020822Aðstæður á Hótel Selfossi voru mjög góðar og mikil ánægja hinna erlendu keppenda með góðar aðstæður. Það er ljóst að Hótel Selfoss er frábær skákstaður og líklegt að framhald verði á frekara mótahaldi þar í haust á vegum SÍ.

Í gær tók hópurinn þátt á í skákmóti á Fischer-setrinu í umsjón Skákfélags Selfoss og nágrennis og hluti hópsins fór Gullna hringinn. Skákstjórn önnuðust Steinþór Baldursson, Gunnar Björnsson og Stefán Steingrímur Bergsson.  Frétt fengin að láni hjá Skák.is

Posted in Fréttir.