Nú er lokið sveitakeppni Kópavogs í 3.-4. bekk. Mótið var haldið í Salaskóla, þriðjudaginn 6. maí. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Lenka Ptacnikova. Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Salaskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla. Alls voru 14 lið mætt til keppni. Sigurvegarar voru krakkarnir úr Álfhólsskóla með 20,5 vinninga af 24 mögulegum.Í öðru sæti voru einnig krakkar úr Álfhólsskóla (b lið) með 19 vinninga. Og þriðja sætið hlutu krakkarnir úr Salaskóla með 15,5 vinninga.Salaskóla vann síðan í keppni c og e liða. En Álfhólsskóli var með langbesta a liðið og besta b liðið ásamt besta d liðinu.Bestum árangri á einstökum borðum hlutu:
-
borð Róbert Luu og Fannar Árni Hafsteinsson úr Álfhólsskóla.
-
borð Alexander Már Bjarnþórsson úr Álfhólsskóla
-
borð Ísak Orri Karlsson úr Álfhólsskóla
-
borð Daníel Sveinsson úr Álfhólsskóla.
Krakkarnir úr Álfhólsskóla voru í banastuði. Heildarúrslit eru fylgja síðan hér á eftir:
-
1 Álfhólsskóli a 20,5
-
2 Álfhólsskóli b 19
-
3 Salaskóli a 15,5
-
4 Salaskóli c 14
-
5 Álfhólsskóli c 12,5
-
6 Salaskóli b 12,5
-
7 Snælandsskoli a 12
-
8 Hörðuvallaskóli a 10,5
-
9 Smáraskóli a 10,5
-
10 Álfhólsskóli d 10,5
-
11 Smáraskóli b 10
-
12 Salaskóli d 9,5
-
13 Salaskóli e 6
-
14 Smáraskóli c 5
Texti fenginn af http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1383756/