Heilsurækt foreldrafélagsins Foreldrafélag Álfhólsskóla stendur fyrir heilsurækt í íþróttahúsi HK í Digranesi í vetur eins og mörg undanfarin ár. Þar stunda foreldrar og aðrir áhuga-samir leikfimi sem er fjölbreytt og skemmtileg, undir stjórn Láru Sveinsdóttur íþróttakennara. Lögð er áhersla á þolfimi, palla, þrek- og teygjuæfingar. Mjög vel hefur verið mætt í heilsuræktartímana undanfarin ár enda er þetta án efa ein ódýrarasta og besta líkamsrækt sem völ er á. Heilsuræktin fylgir skóladagatalinu. Tímarnir verða x 3 í viku og verða upplýsingar um tímasetningar sendar til allra foreldra/aðstandenda með tölvupósti innan skamms. Verði er stillt í hóf og kostar öll haustönnin aðeins 10.000 kr. (september – desember). Foreldrar eru hvattir til að mæta í Digranes og nýta sér góða heilsurækt í nálægð við heimili sín. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.