Góðgerðarvika Álfhólsskóla

Í tilefni af Degi mannréttinda, sem var fimmtudaginn 20.nóvember, efndu nemendur Álfhólsskóla til góðgerðarviku þar sem áhersla var lögð á góðverk, samvinnu og jákvæð samskipti, bæði í skólasamfélaginu okkar og út fyrir það.

Á föstudaginn, 21.nóvember, var svo haldið upp á Góðgerðardaginn þar sem nemendur á öllum stigum voru með fjölbreytta sölubása og söfnuðu fyrir góðum málefnum. Nemendur unnu hörðum höndum alla vikuna. Ýmist var föndrað, smíðað, bakað eða safnað varningi að heiman. Það var yndislegt að sjá hversu stoltir nemendur voru af eigin verkum og hversu mikið þeir lögðu sig fram til að láta gott af sér leiða.

Nemendur á hverju stigi kusu um það hvert þeir vildu láta ágóðann renna. Nemendur á unglingastigi völdu Barnaspítala hringsins. Nemendur á miðstigi völdu að styrkja Styrktarfélag krabbameinsveikra barna og nemendur á yngsta stig styrktu Rauða krossinn. Við hlökkum til að taka saman upplýsingar um ágóðann og munum deila því með ykkur þegar styrkirnir verða afhentir.

Aðsókn og þátttaka var frábær og við kunnum ykkur bestu þakkir fyrir að mæta, hvetja og styðja börnin ykkar og um leið styðja verðug málefni.

Myndir má sjá á facbook síðu Álfhólsskóla – HÉR

Einnig má sjá skemmtilega frétt sem var birt á heimasíðu Grundar – HÉR

Posted in Fréttir.