Drengirnir í 7.bekk Álfhólsskóla sem unnu til verðlauna fyrir jöklaverkefnið sitt nú fyrr á árinu fóru í verðlaunaferðina sína á Langjökull 15.maí síðastliðinn. Þeir skiluðu inn Stop Motion myndbandi í samkeppni ungs fólks í tengslum við alþjóðaár jökla með kennaranum sínum Þórhildi Stefánsdóttir og unnu ferð upp á Langjökull í íshellinn þar. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð.
Myndbandið sem þeir unnu til verðlauna fyrir var hluti af sýningu á Náttúruminjasafni Íslands og hluti af Barnamenningarhátíð 2025 og hefur myndbandið vakið umtalsverða athygli, Krakka Rúv hafði samband nýlega og vildi spjalla við hópinn og var ferðin að Langjökli öll kvikmynduð og mikið af myndum teknar í ferðinni fyrir Jöklarannsóknarfélagið sem er að gera heimildamynd um jökla og vilja hafa strákanna okkar með í myndinni.
Við í Álfhólsskóla eru ofboðslega stolt af strákunum okkar. Það er gaman að sjá þessa listrænu nálgun á þetta stóra viðfangefni sem jöklar eru og við mælum með að horfa á myndbandið sem þeir gerðu, hér er linkurinn: https://youtu.be/yR9nPMxAwoE
Fleiri myndir eru á facebook síðu skólans.