Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

Þriðjudaginn 4.mars fór stóra upplestrarkeppnin fram í Álfhólsskóla. Tíu frábærir lesarar úr 7.bekk lásu texta úr bókinni Kennarinn sem hvarf og fluttu einnig ljóð fyrir fullum sal áheyrenda.
Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel og biðu spennt eftir niðurstöðum eftir að upplestri var lokið.

Á meðan dómararnir réðu sínum ráðum spiluðu þrír nemendur úr 7. bekk nokkur falleg lög.
Þegar loks kom að niðurstöðunum, voru það Kristján Sölvi Eiríksson og Rebekka Karen Kristjánsdóttir sem voru valin til að fara fyrir hönd Álfhólsskóla í stóru upplestrarkeppninni, sem fer fram í Salnum þann 26.mars nk. Til taks verða varamennirnir Halldór Pétur Helgason og Þórunn Lilja Óðinsdóttir.
Við erum virkilega stolt af þessum flottu lesurum.

Posted in Fréttir.