Starfamessa Álfhólsskóla 2025

Starfamessa Álfhólsskóla 2025 var haldin með pompi og prakt í morgun 7. febrúar fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.
Viðburðurinn, sem var í umsjón náms- og starfsráðgjafa skólans, var frábær í alla staði og gekk mjög vel fyrir sig. Viðburðurinn eflir enn frekar og styður við gott samstarf milli skólans og heimila, ásamt því að veita nemendum innsýn inn í ólík störf og menntunarmöguleika, sem nýtist þeim vonandi mjög vel í þeirra eigin vegferð og framtíð.
Þátttaka var gríðarlega góð! Glæsilegur hópur 16 þátttakenda, ásamt flottum fulltrúum frá Menntaskólanum í Kópavogi og Tækniskólanum tóku vel á móti nemendum og kynntu fyrir þeim störf sín og menntun.
Nemendur gengu á milli borða og tóku mjög virkan þátt, voru fróðleiksfús, áhugasöm og nýttu þetta frábæra tækifæri mjög vel!
Þarna var kominn saman mjög fjölbreyttur hópur starfsheita. Nemendur fengu tækifæri til að kynnast mjög ólíkum störfum og námi en auk fulltrúa framhaldsskólanna komu til okkar kvensjúkdómalæknir, sérfræðingur á Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, málari, dýralæknir og heilbrigðisverkfræðingur hjá Star Odda, lögfræðingur Íslandsdeildar Amnesty International, lögreglumaður, verkfræðingur, þjálfari Mfl. karla í fótbolta, rithöfundur, sjóðstjóri, upplýsingafulltrúi, verkefnastjóri í vöruþróun, slökkviliðsmaður, rafvirki og húsasmíðameistari.
Algjörlega dásamlegur hópur, sem við þökkum kærlega fyrir þátttökuna í ár!
Posted in Fréttir.