Nemendur í 6.bekk settu jólaleikrit á svið á dögunum. Þeir stigu þrisvar á svið og sýndu listir sínar, fyrir leikskólabörn, nemendur í 1.-5.bekk og svo foreldra og aðra áhugsasama áhorfendur ásamt fulltrúum frá skólahljómsveit Kópavogs. Sýningin var algjörlega frábær og erum við ákaflega stolt af þessum flotta nemendahóp og kennurunum sem hafa verið sveittir á bak við tjöldin að styðja við árganginn í þessari vinnu