Nemendur á yngsta stigi luku nýlega tveggja vikna aðventulestri.
Hefð er komin á að nemendur skreyta jólatré í anddyri skólans með jólakúlum eftir hverja lesna bók. Eins og sjá má á myndinni er tréð okkar ansi vel skreytt og verður áhugavert að telja saman kúlurnar á nýárinu.
Í dag voru jólakúlur valdar af handahófi af trénu, ein frá hverjum árgangi, og fengur fjórir heppnir nemendur bókaverðlaun að gjöf. Það voru: Pétur Kormákur í 1. bekk, Dagur Þórarinn í 2. bekk, Valgerður Brynja í 3. bekk og Þorkell Sigur í 4. bekk.
Við óskum þeim innilega til hamingju og hvetjum jafnframt alla nemendur (einnig foreldra og starfsfólk) að vera dugleg að lesa um jólin.