„Nú mega jólin koma fyrir mér“
Mikil hátíðarstund átti sér stað í síðustu viku er hið árlega jólahlaðborð Álfhólsskóla fór fram. Líkt og venjulega var öllum nemendum boðið í mat en yngsta- og miðstigið snæddu jólamat fimmtudaginn 12.desember en unglingastigið föstudaginn 13.desember. Starfsfólk eldhúsanna í Digranesi og Hjalla töfruðu að vanda fram fjölbreyttan og einstæðan jólamat og áttu nemendur og starfsfólk skólans jólalega stund saman.