Foreldrafræðsla: Algóritminn sem elur mig upp!

Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur, og sviðsstjóri SAFT er um þessar mundir að bjóða nemendum og foreldrum í Kópavogi upp á fræðsluerindi.
30.september næstkomandi verður Skúli með þrjú fræðsluerindi fyrir nemendur í 4.-10.bekk um skjánotkun, samskiptamiðla, miðlalæsi og fleira.
Um kvöldið býður hann svo upp á foreldrafræðsluna „Algóritminn sem elur mig upp!“, sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Fræðslan fer fram í salnum í Hjalla frá kl. 18:00-19:30.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta á fræðsluerindið og biðjum ykkur um að skrá mætingu á meðfylgjandi vefslóð svo við vitum hvað við eigum von á mörgum.

https://forms.gle/2KaqJjK4F5iCdEZs5

Posted in Fréttir.