Vatnsdropinn

Vatnsdropinn, barnamenningarverkefni Kópavogsbæjar, bauð nemendum í 5. bekk að taka þátt í ritsmiðju á Gerðarsafni. Þar sömdu nemendur sögur og var þemað tengt hafinu. Um það bil 200 nemendur í Kópavogi tóku þátt í þessu verkefni og voru 24 sögur valdar og gefnar út í smásagnahefti. Sex nemendur frá Álfhólsskóla eiga sögur sem valdar voru til útgáfu en það eru þau Brynjar Elí, Óðinn, Særún, Guðmundur Bragi, Husna og Sunneva. Við óskum þeim til hamingju!

Posted in Fréttir.