Vatnsdropinn, barnamenningarverkefni Kópavogsbæjar, bauð nemendum í 5. bekk að taka þátt í ritsmiðju á Gerðarsafni. Þar sömdu nemendur sögur og var þemað tengt hafinu. Um það bil 200 nemendur í Kópavogi tóku þátt í þessu verkefni og voru 24 sögur valdar og gefnar út í smásagnahefti. Sex nemendur frá Álfhólsskóla eiga sögur sem valdar voru til útgáfu en það eru þau Brynjar Elí, Óðinn, Særún, Guðmundur Bragi, Husna og Sunneva. Við óskum þeim til hamingju!