Það líður að lokum skólaársins og framundan eru hefðbundin vorverk í skólastarfinu. Þrátt fyrir að allt starf á skólaárinu hafi markast mikið af sóttvarnarráðstöfunum vegna heimsfaraldursins þá er reynt að halda í sem flestar hefðir og verkefni sem hafa fylgt skólastarfinu á síðustu vikum skólaársins.
Á tímabilinu 17. maí til 2. júní fer fram lokanámsmat vetrarins samhliða kennslu í öllum árgöngum. Umsjónarkennarar kynna nánar fyrirkomulag í einstaka árgöngum fyrir nemendum og foreldrum.
Útskrift 10.bekkjar fer fram síðdegis miðvikudaginn 9. júní og skólaslit 1. – 9.bekkja fimmtudaginn 10. júní. Fyrirkomulag útskriftar 10.bekkjar og skólaslita hjá 1- 9.bekk verður kynnt þegar nær dregur þegar séð verður hvaða sóttvarnarráðstafanir verða í gildi.
Líður að lokum skólaársins
Posted in Fréttir.