Skólaslit 1. – 9. bekkjar eru í Íþróttahúsinu í Digranesi föstudaginn 7. júní kl. 12:00.
Fyrir skólaslitin eiga allir nemendur 1. – 9. bekkjar að mæta í stofu til síns umsjónarkennarar kl. 11:30.
Eftir skólaslitin, um kl. 12:30 – 14:00 verður vorhátíð skólans á lóðinni við Íþróttahúsið og Digranes. Nemendur í 9.bekk skólans munu sjá um aðstoð við foreldrafélagið á hátíðinni og grilla pylsur sem seldar verða á sanngjörnu fjáröflunarverði.
Pylsa – 300 kr
Pylsa og safi – 400 kr
Bæði verður tekið við peningum og kortum. Allur ágóði af sölunni fer í ferðasjóð fyrir útskriftarferð þeirra á næsta ári.
Frístund skólans er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð bæði fyrir og eftir skólaslitin.
Eftir skólaslitin eru nemendur á ábyrgð foreldra og því nauðsynlegt að sérstaklega foreldrar yngstu nemendanna séu með þeim á vorhátíðinni eða geri aðrar ráðstafanir eftir skólaslitin.