Á stefnumótunardaginn, 15.mars næstkomandi, milli kl. 08:10 og 09:30, er foreldrum og nemendum gefið tækifæri til að taka þátt í stefnumótun Álfhólsskóla og hafa áhrif á skólastarfið með því að segja sínar skoðanir og koma hugmyndum sínum á framfæri. Tekið er fyrir eitthvað eitt umræðuefni á hverjum stefnumótunardegi og einblínt á það. Í ár verður rætt um innleiðingu heimsmarkmiðanna í Kópavogi.
Hér má sjá stutt myndband um heimsmarkmiðin:
Foreldrar/forráðamenn hittast á sal skólans í Hjalla ásamt stjórnendum og Auði Finnbogadóttur, verkefnastjóra stefnumótunar hjá Kópavogsbæ. Þeir foreldrar/forráðamenn sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum degi með okkur eru beðnir um að skrá sig hér fyrir mánudaginn 11.mars.