Síðasta mánudag fór hópur úr 6. bekk í myndlist í vettvangsferð á Kjarvalsstaði. Þar tók á móti nemendum Ingibjörg Hannesdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Listasafni Reykjavíkur. Ingibjörg fræddi nemendur um Kjarval, ævi hans og verk. Nemendur voru til fyrirmyndar í heimsókninni og sýndu mikinn áhuga.
Allir hópar í 6.bekk fá að njóta þeirrar upplifunar að fara á listasýningu á Kjarvalsstöðum. Markmiðið með því er að vekja athygli nemenda á að myndlist kemur í ýmsum formum, er margslungin og nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Ennfremur er markmiðið allir nemendur fái að upplifa það að fara á listasafn og viti að þangað eru börn ávallt velkomin þeim að endurgjaldslausu.
Nemendur fá svo ávallt boðsmiða frá Listasafni Reykjavíkur með sér heim en hann gildir fyrir tvo fullorðna. Það er því kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að nýta sér og skella sér saman á sýningu.