Síðustu fjóra daga hafa verið Kóngulóardagar í Álfhólsskóla, tveir dagar í Digranesi og tveir í Hjalla. Kóngulóardagar eru uppbrotsdagar þar sem nemendur vinna í hópnum þvert á árganga og fara á 10 ólíkar stöðvar og unnu með þjóðsögur, goðsögur og ævintýri út frá upplýsingatækni, lausnaleit og sköpun.
Voru allir sammála um að þessir dagar hafi heppnast alveg frábærlega. Það var ákaflega skemmtilegt að ganga um skólann og fylgjast með nemendum á kafi í verkefnavinnu.
Hér meðfylgjandi má sjá nokkrar myndir frá þessum æðislegu dögum.