Í dag fékk Álfhólsskóli viðurkenningu frá menntaráði Kópavogs fyrir verkefnin Vinnum saman á miðstigi og Heilsudaga Álfhólsskóla. Að auki hlaut skólinn verðlaunin Kópinn fyrir verkefnið Lestrarganga í Kópavogsdal. Kópurinn er veittur fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins og er þetta þriðja árið í röð sem skólinn hlýtur þennan heiður.