Heilsudagar fóru fram hér í Álfhólsskóla 24. og 25. apríl. Hjá unglingastigi byrjaði dagurinn á ávextahlaðborði og happdrætti. Fyrir hádegi voru síðan allir nemendur skólans í margskonar hreyfingu. Á yngsta stigi heimsóttu nemendur annan daginn Íþróttamiðstöðina Versali, þar sem iðkaðir voru fimleikar, farið í sund og tekinn göngutúr. Hinn daginn var yngsta stigið í stöðvavinnu í skólanum. Verkefni þar voru t.d. jóga, skák og dans svo eitthvað sé nefnt.
Miðstigið fór annan daginn niður í Laugardal þar sem í boði var að fara á skauta eða iðka frjálsar íþróttir í fyrsta flokks frjálsíþróttahöll. Hinn daginn mætti miðstigið í íþróttahúsið og keppti í ýmsum þrautum s.s. kaðlaklifri, limbó,húlla,langstökki og burpees svo dæmi séu tekin.
- bekkur fór annan daginn í heimsókn til Tennisfélags Kópavogs og einnig til Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. Daginn eftir gengu þau um Búrfellsgjá.
- og 10. bekkir heimsóttu Sporthúsið og fengu þar kynningu á bootcamp og crossfit. Hinn daginn tók World Class á móti þeim þar sem m.a. var farið í spinning.
Eftir hádegi voru síðan hinir ýmsu fyrirlestrar og kynningar. Má þar nefna, skyndihjálp og næringafræði fyrir 10. bekk. Flugukastskennsla og fyrirlestur frá Blátt áfram fyrir 9. bekk.
Sjálfstyrkingarnámskeið hjá 8. bekk og fræðsla hjúkrunarfræðings hjá 8. og 5. bekk. Bandý- og zumbakynning hjá 7. bekk og 5. bekk. Þá fékk 6. bekkur fyrirlestur um netöryggi/nethegðun frá Saft samtökunum.
Dagarnir tókust afar vel og eiga nemendur og starfsfólk þakkir skyldar fyrir virkni og jákvæðni. Sérstakar færum við þeim sem tóku á móti okkur og/eða heimsóttu í skólann með fræðslu hvers konar.