Í vikunni voru haldnir þemadagar. Yfirheiti dagana var hjálpsemi. Misjafnt var hvernig árgangar unnu. Miðstig var með þema í tvo daga en unglingastig var með einn dag. Yngsta stigið var einnig með tvo þemadag. Á miðstigi var mjög blönduð vinna en þar var búið til umhverfislistaverk úr tréþynnum og með orðum tengdu hjálpsemi. Nemendur áttu að gefa sín ráð um hvernig þeir töldu hvernig ætti að taka á móti nýnemum í skóla. Nemendur áttu að skrá hvað hjálpsemi væri o.fl. Við fengum heimsókn frá Rauða krossinum og markmið fyrirlestursins frá þeim var að allir eiga að virða hvern annan og hjálpa hver öðrum í blíðu og stríðu í íslensku samfélagi. Þemadagarnir voru mjög skemmtilegir og nemendur vinnusamir í þeim verkefnum sem þeir unnu. Hér eru nokkrar myndir frá þemadögunum um hjálpsemina í Álfhólsskóla.