
Ljóðstafur Jóns úr Vör gekk ekki út þetta árið og ekkert þeirra skálda sem sendu inn ljóð í ljóðasamkeppnina um ljóðstafinn fengu viðurkenningu fyrir sitt framlag. Aftur á móti sendu 7 skólar í Kópavogi inn ljóð í ljóðakeppni grunnskólanna þar sem sama dómnefnd dæmdi og niðurstaðan var sú að fjölga viðurkenningum. Sérstaklega var tekið fram við athöfn í salnum að tveir skólar skæru sig úr hvað varða innsendingu á vönduðum ljóðum, Hörðuvallaskóli og Álfhólsskóli. Tveir nemendur úr Álfhólsskóla fengu viðurkenningu að þessu sinni, Ada Kozika, 10 – DÁ sem hlaut 2. verðlaun og Ásgerður Magnúsdóttir í sama bekk sem hlaut viðurkenningu. Hér er
krækja á fréttina á vef Kópavogsbæjar