Umhverfisstefna Álfhólsskóla
Við viljum að nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla
-
hafi umhverfismennt að leiðarljósi í starfi sínu
-
tileinki sér jákvætt viðhorf til alls lífs og umhverfis
-
verði hæfari til að leita lausna á ýmsum vandamálum sem steðja að umhverfinu
-
gangi vel um skólann og umhverfi hans
-
dragi úr mengun og efli lýðheilsu með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta
-
fái tækifæri til að vinna að verkefnum sem stuðla að bættu umhverfi og tengi þau nærsamfélaginu
-
Við eigum eina jörð og verðum að vernda hana