Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemandans að leiðarljósi . Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Starfsemi heilsuverndar skólabarna er skv lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda.
Í henni felast heilsufarsskoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemanda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.
Skólahjúkrunarfræðingar.
Skólaheilsugæsla Álfhólsskóla heyrir undir Heilsugæsluna í Hvammi.
Skólahjúkrunarfræðingur Álfhólsskóla-Digranes er Helga Jensen . Viðverutími er mánudaga, þriðjudaga , föstudaga til hádegis og fimmtudaga frá 10:30-13. Simi er 570-4150. Netfang er alfholsskoli-digranes@heilsugaeslan.is.
Skólalæknir er Björn Guðmundsson.
Skólahjúkrunarfræðingur Álfhólsskóla-Hjalla er María Bergmann Guðjónsdóttir. Viðverutími er mánudaga, miðvikudaga , föstudaga til hádegis og fimmtudaga frá 10:30-14. Simi er 570-4150. Netfang er. Netfang er alfholsskoli-hjalli@heilsugaeslan.is
Skólalæknir er Hörður Björnsson.
Reglubundnar skoðanir og bólusetningar.
1.bekkur : Sjónpróf, hæðar -og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetning ef börn ekki fullbólusett skv tilmælum Landlæknis.
4.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan.
7.bekkur : Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetningar : Mislingar, hettusótt og rauðir hundar( ein sprauta) og HPV gegn leghálskrabbameini hjá stúlkum( 3 sprautur á 6 mánuðum).
9.bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling ásamt fræðslu og viðtali um lífsstíl og líðan. Bólusetning : Mænusótt, barnaveiki, stífkrampi og kíghósti ( ein sprauta).
6H heilsunnar – Heilbrigðisfræðsla/ forvarnir
Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni.
Lyfjagjafir
Þurfi börn að taka lyf á skólatíma er foreldrum bent á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing og kynna sér tilmæli Landlæknis um lyfjagjafir í skólum.
Slys og veikindi
Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar viti af börnum sem eru með langvinnan og/eða lífshættulegan sjúkdóm, s.s sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.
Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins.
Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólahjúkrunarfræðingi.
Lús
Mikilvægt er að foreldrar kembi og /eða leiti að lús í háir barna sinna reglulega t.d vikulega. Ef lús finnst í hári er mikilvægt að foreldrar láti vita í skólann svo hægt sé að senda út tilkynningu um það heim til annarra foreldra.
Upplýsingar fyrir foreldra um lúsina.
http://www.6h.is/images/stories/texti/Fskj133aLusRad.pdf
http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12489/Hofudlus