
Föstudaginn 4. október er skipulagsdagur og fellur öll kennsla í Álfhólsskóla
niður eins og í öðrum grunnskólum í Kópavogi. Þann dag er boðað til Skólaþings þar sem allir kennarar og stjórnendur sitja námskeið á vegum Kópavogsbæjar.
Dægradvöl er opin þennan dag frá kl. 8:10 fyrir þá nemendur skólans sem þar eru skráðir.