
Leiksýningin Bændur og búalið var nemendum 5. bekkinga til mikilla sóma. Sögumaðurinn Atli rakti söguna mjög vel og áttu sér stað mikil átök í sýningunni sem endaði reyndar með dramatískum hætti. Eins og fyrr var sýningin sýnishorn af vinnu leiklistar- og tónlistarnemenda í lotunni. Við snertum á mörgum þáttum listgreinanna og eðli þeirra er að þátttakendur komi fram fyrir áhorfendur til þess meðal annars að auka sjálfstraust þeirra. Foreldrum og aðstandendum var boðið upp á lummur í heimilisfræði eftir sýninguna og smökkuðust þær að vanda vel. Hér eru nokkrar
myndir úr sýningunni.