landnam1802

Laxdælasaga á sviði í fimmta bekk.

landnam1802

Leiklistar- og tónlistarhópar fimmta bekkjar sýndu í gær miðvikudag,  spunasýningu sem unnin var upp úr Laxdælasögu. Laxdæla er ein af okkar skýrustu og vinsælustu Íslendingasögum þar sem miklar persónur takast á um ástir og sorgir, líf og dauða. Krakkarnir léku Guðrúnu, Kjartan, Bolla  og allar hinar þekktu persónur mjög vel. Tónlistarhópurinn flutti flott, frumsamið spunaverk, sá um leikhljóð og léku og sungu lagið „Ástin hefur hýrar brár“.  Hér eru myndir úr sýningunni.

Posted in Fréttir.