Þema í Álfhólsskóla – Kópavogur heimabærinn okkar

Við í Álfhólsskóla höfum verið að vinna að þemanu Kópavogur – heimabærinn minn í vikunni.  Nemendum var skipt upp í hópa þar sem árgöngum var blandað saman innan stiga og unnið var að fjölbreyttum verkefnum. Unnið var með margvísleg verkefni tengd bænum okkar og nánasta umhverfi. Nemendur hafa á þessum tíma verið mjög skapandi í vinnunni hvort sem farið var í vettvangsferð í dalinn, skoðunarferð, ljósmyndamaraþon, skúlptúrgerð, leiklist eða hvert það sem verkefnið var þá tóku allir þátt af miklum móð og með bros á vör. Í dag 18. október var síðan opið hús í báðum byggingum frá klukkan 8:10 – 9:30 þar sem foreldrum var boðið í skólann okkar til að líta afrakstur þemans.  Hér má líta á nokkurt safn mynda sem teknar voru í skólanum á þemadögunum.

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=122138

Posted in Fréttir.